Hrós fyrir jákvæða og skemmtilega frétt!!! Loksins loksins

Það verður að vera smá jafnvægi í fréttamennsku. Undanfarið hafa fjölmiðlar keppst um að kasta fram dómdagsfréttum. Það má vel vera að mikið af því sem þeir segja sé satt en sannleikurinn er sá að það er margt skemmtilegt að gerast hér á landi sem ekkert er fjallað um. Reynum að finna meira jafnvægi, það er öllum hollt.
mbl.is Nóg lausafé í Borgarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þú ert að misskilja umfjöllun Jóns Steinars um áfallastreituröskun

Í grein sinni er Jón Steinar ekki að segja að áfallastreituröskun sé léttvæg eða próf sem gerð eru vegna hennar séu vafasöm. Það sem hann er að segja er að þau geta ekki verið fullnægjandi sönnun í refsimáli. Það að einstaklingur sé með áfallastreituröskun kann jú vissulega að benda til þess að hann hafi þolað brot gegn líkama sínum og lífi. Það tengir þó ekki hinn sakaða við meint brot. Það þarf að sanna umfram allan vafa að X hafi framið brotið Y gegn einstaklingnum Z. Sálfræðipróf reyna að sýna að einstaklingurinn Z hafi þolað brot af taginu Y og hafa því enga þýðingu við sönnunarfærslu. Þau eru auk þess ekki 100% og í refsimálum dugar ekkert minna en 100%. Það má einnig bæta því við að það er mjög vafasamt þegar sálfræðingar taka sér það bessaleyfi að meta hver segir satt og hver ekki. Samkvæmt lögum er það dómari sem metur það.


mbl.is Mikilvæg tól í dómsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sturla, Ástþór og Sóley

Eina fólkið í fréttum dagsins virðast vera Sturla, Ástþór og Sóley Tómasdóttir. . . svona er víst Ísland í dag.


mbl.is Mótmælaganga Sturlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fámennt lið og fátæklegur málstaður

Eitthvað er að þynnast í hópnum hjá mannvisbrekkunni. Þeir hafa engan málstað og vita ekki hvað þeir eru að gera, afhverju eða fyrir hvern. Allt sem þeir hafa haldið fram er búið að troða þversum ofan í þá aftur. Ef einhver ætlar sér að hafa vit fyrir þjóðinni þá er ágætt að sá hinn sami hafi vit fyrir sjálfum sér fyrst.

Farið nú að hætta þessu áður en illa fer. Sjúkra- og slökkvibifreiðar sitja fastar í umferðinni á meðan þið gaufið þarna eins og álkur.


mbl.is Bílstjórar aka hægt í hádeginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

10 manna lið?

David James - Wes Brown, Rio Ferdinand, Matthew Upson, Ashley Cole - David Bentley, Steven Gerrard, Owen Hargreaves, Ashley Young - Joe Cole ?

 Ætli Rooney verði ekki með líka :)


mbl.is James ver mark Englendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tap eftir skatta?

Borga menn ekki skatta af hagnaði en ekki tapi?
mbl.is Tap Icelandair einn milljarður króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endalok sjávarútvegs á vestfjörðum

Þegar útgerð á Flateyrði var lögð niður nýlega minnti það okkur á hversu einhæfur og fallvaltur sjávarútvegur er á vestfjörðum. Sjávarútvegur skipar stóran sess í atvinnulífi á vestfjörðum og er það miður. Þessi háttur gerir það að verkum að líf í bæjunum stendur og fellur með veðri, vindum, brælu, einstaklingsbundnum duttlungum einstaka útgerðarmanna og getur t.d. þurkast út með aflahruni eða einu umhverfisslysi.

En hvað er til ráða?

Ljóst er að sjávarútvegurinn ber sig ekki. Fjötur er um hans fót sem mun einnig vera um fót hvers kyns annars iðnaðar á Íslandi en það er landfræðileg staða vestfjarða. Hún reynist ot erfið enda langt í markaði og aðföng.

Margir telja að ekkert sé annað gera í stöðunni en að bæjarfélögin hlaupi undir bagga og kaupi kvóta. Í þessari hugmynd felst að hugmyndin um áð bæjarfélagið eigi að standa í óarðbærum rekstri eftir að einkaaðilar hafa gefist upp á honum. Ég er þessu ósammála.

Það er kominn tími breytinga á vestfjörðum og þau bjargráð sem við höfum eigum við ekki að sóa. Það er kominn tími nýrrar sköpunar og hugsunar. Það er kominn tími til að koma á koppinn frumlegum og arðbærum fyrirtækjum sem skapa okkur stöðugleika og hagsæld.

Fyrstu skrefin: 

Það fyrsta sem ætti að gera er að bjóða skattaívilnanir öllum þeim sprotafyrirtækjum (og jafnvel öðrum fyrirtækjum) sem vilja koma með starfsemi sína til vestfjarða (þetta laðar að fyrirtækin).

Því næst ætti að gefa útsvarið frjálst þannig að vestfirðir gætu verið með hagstæðasta skattkerfið á Íslandi (þetta laðar að fólkið).

Við ættum að koma okkur upp fullkomnasta gagnafluttningakerfi heims en með því móti er lagður grunur að fjarvinnslu á svæðinu. (við eigum líka að veita fyrirtækjum annan aðbúnað til að gera okkur að ákjósanlegu veru stað fyrir þau). 

Við eigum að mennta börnin okkar á þeim sviðum se best henta byggðarfyrirkomulaginu.

En það mikilvægasta er að hætta þessu væli yfir tímabili í sögu okkar sem er liðið og kemur ekki aftur. Það sóar kröftum okkar, stuðlar að sundrungu meðal okkar og dregur úr okkur þrótt.

 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband