Endalok sjávarútvegs á vestfjörðum

Þegar útgerð á Flateyrði var lögð niður nýlega minnti það okkur á hversu einhæfur og fallvaltur sjávarútvegur er á vestfjörðum. Sjávarútvegur skipar stóran sess í atvinnulífi á vestfjörðum og er það miður. Þessi háttur gerir það að verkum að líf í bæjunum stendur og fellur með veðri, vindum, brælu, einstaklingsbundnum duttlungum einstaka útgerðarmanna og getur t.d. þurkast út með aflahruni eða einu umhverfisslysi.

En hvað er til ráða?

Ljóst er að sjávarútvegurinn ber sig ekki. Fjötur er um hans fót sem mun einnig vera um fót hvers kyns annars iðnaðar á Íslandi en það er landfræðileg staða vestfjarða. Hún reynist ot erfið enda langt í markaði og aðföng.

Margir telja að ekkert sé annað gera í stöðunni en að bæjarfélögin hlaupi undir bagga og kaupi kvóta. Í þessari hugmynd felst að hugmyndin um áð bæjarfélagið eigi að standa í óarðbærum rekstri eftir að einkaaðilar hafa gefist upp á honum. Ég er þessu ósammála.

Það er kominn tími breytinga á vestfjörðum og þau bjargráð sem við höfum eigum við ekki að sóa. Það er kominn tími nýrrar sköpunar og hugsunar. Það er kominn tími til að koma á koppinn frumlegum og arðbærum fyrirtækjum sem skapa okkur stöðugleika og hagsæld.

Fyrstu skrefin: 

Það fyrsta sem ætti að gera er að bjóða skattaívilnanir öllum þeim sprotafyrirtækjum (og jafnvel öðrum fyrirtækjum) sem vilja koma með starfsemi sína til vestfjarða (þetta laðar að fyrirtækin).

Því næst ætti að gefa útsvarið frjálst þannig að vestfirðir gætu verið með hagstæðasta skattkerfið á Íslandi (þetta laðar að fólkið).

Við ættum að koma okkur upp fullkomnasta gagnafluttningakerfi heims en með því móti er lagður grunur að fjarvinnslu á svæðinu. (við eigum líka að veita fyrirtækjum annan aðbúnað til að gera okkur að ákjósanlegu veru stað fyrir þau). 

Við eigum að mennta börnin okkar á þeim sviðum se best henta byggðarfyrirkomulaginu.

En það mikilvægasta er að hætta þessu væli yfir tímabili í sögu okkar sem er liðið og kemur ekki aftur. Það sóar kröftum okkar, stuðlar að sundrungu meðal okkar og dregur úr okkur þrótt.

 

 

 

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband