Þú ert að misskilja umfjöllun Jóns Steinars um áfallastreituröskun

Í grein sinni er Jón Steinar ekki að segja að áfallastreituröskun sé léttvæg eða próf sem gerð eru vegna hennar séu vafasöm. Það sem hann er að segja er að þau geta ekki verið fullnægjandi sönnun í refsimáli. Það að einstaklingur sé með áfallastreituröskun kann jú vissulega að benda til þess að hann hafi þolað brot gegn líkama sínum og lífi. Það tengir þó ekki hinn sakaða við meint brot. Það þarf að sanna umfram allan vafa að X hafi framið brotið Y gegn einstaklingnum Z. Sálfræðipróf reyna að sýna að einstaklingurinn Z hafi þolað brot af taginu Y og hafa því enga þýðingu við sönnunarfærslu. Þau eru auk þess ekki 100% og í refsimálum dugar ekkert minna en 100%. Það má einnig bæta því við að það er mjög vafasamt þegar sálfræðingar taka sér það bessaleyfi að meta hver segir satt og hver ekki. Samkvæmt lögum er það dómari sem metur það.


mbl.is Mikilvæg tól í dómsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg mjög valid punktur hjá þér, tek það ekki af þér. En það getur verið mjög mismunandi hvað það er sem sanna þarf. T.d. ef það telst sannað að X og Y hafi verið saman eitt kvöldið en deiluefnið er hvort X hafi brotið gegn Y þá getur áfallastreituröskun haft vægi sem sönnunargagn.

Þessu til stuðnings vitna ég í málið á Hótel Sögu þar sem sannað þótti að X og Y hafi verið saman á umræddu klósetti en deiluefnið snérist um hvort X hafi framið brotið Y í það skipti.

En það er satt sem þú segir að sönnun um áfallastreituröskun getur ekki nægt sem sönnun þess að X hafi verið á vettvangi o.s.frv. 

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 08:38

2 Smámynd: Presturinn

Takk fyrir það. Prófanir áfallastreituröskun byggjast á frásögn meints fórnalambs. Endursögn eða mat þeirrar frásagnar getur ekki haft meira gildi fyrir dómi en frásögnin sjálf. Það má t.d. vel vera að einstaklingur haldi að brotið hafi verið gegn þeim eða að hann sé að segja ósatt. Það má líka vera að sálfræðingar séu mishæfir til að framkvæma slík próf. Þar sem að þessi próf eru ekki 100% þá er þau ótæk sem sönnun. Einstaklingur kann eða kann ekki að þjást af áfallastreituröskun og það kann eða kann ekki að vera vegna ákveðinna brota sem kunna eða kunna ekki að hafa verið framin af meintum brota manni. Þetta gengur ekki! Hinn meinti afbrotamaður verður að njóta vafans – amk á meðan lögin kveða enn á um að svo sé.

Presturinn, 9.7.2008 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband